Sendu áskorun

OKKAR SJÓÐIR GETA
KOMIÐ Í VEG FYRIR SKILNAÐ

Það á enginn að þurfa að búa fjarri maka sínum á efri árum jafnvel þó annar aðilinn þurfi umönnun en hinn ekki. Engu að síður er það veruleiki margra eldri hjóna á Íslandi.

Þrátt fyrir að lífeyrissjóðum hafi verið heimilt að fjárfesta í íbúðarhúsnæði síðan 2011 hefur enn enginn sjóður fjárfest í húsnæði fyrir aldraða. Ávallt er borið við kröfu um ávöxtun lífeyrissjóðsiðgjalda. Staðreyndin er að ekki þyrfti nema brot af vaxtatekjum þeirra í þetta verkefni. Fasteignir eru góð fjárfesting með mikla arðsemi. En mikilvægasta arðsemi lífeyrissjóðs ætti að vera sú að sjóðfélagar búi við öryggi á ævikvöldinu.

Við skorum á lífeyrissjóðina að fjárfesta í byggingu mannsæmandi húsnæðis fyrir aldraða sem uppfyllir sanngjarnar kröfur um þægindi og einkalíf.

Helgi Vilhjálmsson, íslenskur ríkisborgari

Undirskriftasöfnun

Veist þú í hvað lífeyrisgreiðslurnar þínar fara?
Skrifaðu undir ef þú vilt að lífeyrissjóðir fjárfesti í íbúðarhúsnæði fyrir aldraða.

- hafa skrifað undir áskorun til lífeyrissjóða.

Undirskrift þín er móttekin. Takk fyrir.
Oops! Eitthvað fór úrskeiðis.